JRJ jeppaferðir bjóða í fyrsta sinn upp á 3 dagsferðir um hálendi Íslands

Lágmarksfjöldi í ferð er þrír. Verð á mann fyrir hverja ferð er 20.000 kr.

 • Dagsferð frá Skagafirði í Nýadal – Lagt er af stað frá Skagafirði þaðan sem leiðin liggur í Laugafell og yfir Sprengisand inn í Nýadal.
 • Dagsferð frá Nýadal í Öskju – Lagt er af stað frá Nýadal yfir Gæsavatsleið og að Holuhrauni og svo endað á Öskju.
 • Dagsferð frá Öskju í Skagafjörð – Lagt er af stað frá ÖskjuKverkfjöllum. Þaðan er keyrt í Hvannalindir og áfram að Hólsfjöllum og að Mývatni. Þaðan liggur svo leiðin í Skagafjörð.

Þessar ferðir eru í boði fra júlí til september.

Upplýsingar og bókanir í síma 892 1852 og á netfangið jrj@jeppaferdir.is

Frá júní til september eru í boði skemmtilegaar hálendisferðir, bæði frá Reykjavik og Akureyri.

Frá Reykjavík

 • Landmannalaugar – Alla mánudaga.
  Lagt er af stað frá Olís við Rauðavatn kl. 8:00.
  Minnst 4 bókanir saman. Verð 13.000 á mann. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Hámark 14 manns í ferð.
 • Þórsmörk – Alla þriðjudaga.
  Lagt er af stað frá Olís við Rauðavatn kl. 8:00.
  Minnst 4 bókanir saman. Verð 13.000 á mann. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Hámark 14 manns í ferð.

Frá Himnasvölum og frá Akureyri

 • Askja – Alla daga.
  Lagt er af stað frá Himnasvölum, Egilsá kl. 8:00 og frá Hofi, Akureyri kl. 9:00.
  Minnst 4 bókanir saman. Verð 13.000 á mann. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Hámark 14 manns í ferð.

 

Upplýsingar og bókanir í síma 892 1852 og á netfangið jrj@jeppaferdir.is

Páskatilboð á helgargistingu á Himnasvölum!

Himnasvalir bjóða páskatilboð á gistingu í 3 daga í 2, 3, 4 og 5 manna herbergi á 30.000 kr. Stutt er í öll skíðasvæði á norðurlandi!

Himnasvalir gistihús er fallegt bóndabýli við Egilsá í Skagafirði. Stutt er að sækja allskonar ævintýri frá Himnasvölum. Ekki er langt að fara til Akureyrar, á Mývatn eða að sjá aðrar náttúruperlur, sem eru allt í kring. Í kringum gistihúsið eru skemmtilegar stuttar gönguleiðir, stutt er í foss ofan við húsið og fjölbreytt fuglalíf lífgar umhverfið og hestarnir alltaf til í smá klapp á bakið.

Fyrir þá sem þrá meiri ævintýri er ávallt hægt að bóka jeppaferð með JRJ jeppaferðum, fara í flúðasiglingu eða hestbak í nágrenninu.

Himnasvalir er fullbúið 7 herbergjum, með rúm rúm fyrir 19 persónur. Heitur matur er í boði á veitingastað gistihússins alla daga.

Dýrin okkar, kötturinn Boris, hundurinn Rósa, hestarnir og kindurnar bjóða ykkur öll velkomin.